Tæknimaður með netkunnáttu

Örugg afritun ehf 16. Dec 2024 Fullt starf

Örugg afritun ehf er ört stækkandi upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kerfisþjónustu, afritun og fjarskiptum fyrirtækja.

Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að ganga til liðs við okkar frábæra tækniteymi. Starfið er fjölbreytt og krefst sterkrar tæknikunnáttu og lipurðar í samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Rekstur netkerfa:  Viðhald, eftirlit og uppfærslur á netkerfum fyrirtækja til að tryggja hámarks árangur og öryggi.   

Heimsóknir til viðskiptavina:  Að veita persónulega þjónustu, leysa úr tæknilegum áskorunum og koma með ráðleggingar.   

Innleiðingar: Skipulag og framkvæmd á innleiðingu nýrra kerfa og lausna, frá fyrstu stigum til lokaskila, ásamt innleiðingum á nýjum viðskiptavinum.

Úrbætur og hagræðing: Meta núverandi kerfi og þróa lausnir sem bæta afköst og einfalda rekstur.   

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla og þekking á netkerfum (LAN, WAN, VPN o.fl.).   

  • Góð innsýn í netöryggi og varnir gegn áhættum.   

  • Hæfni í uppsetningu og stillingu netbúnaðar (s.s. Routera, Switcha og eldveggja). 

  • Þekking á Microsoft stýrikerfum

  • Þekking á uppsetningu og rekstri símkerfalausna

  • Þekking á netstýrikerfum og viðeigandi forritum er kostur.     

  • Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar.   

  • Skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi.   

  • Ökuréttindi og vilji til að ferðast vegna vinnu eftir þörfum (aðallega á höfuðborgarsvæðinu). 

  • Góð íslenskukunnátta og reynsla er skilyrði  

Fríðindi í starfi
– Krefjandi og skemmtilegt starf í ört vaxandi fyrirtæki.   

  • Sveigjanleika og möguleika á faglegum vexti.   

  • Samkeppnishæf kjör og tækifæri til þjálfunar.   

  • Frábæran vinnustað þar sem hugmyndir eru velkomnar og metnaður starfsfólks fær að njóta sín.   

Ef þú hefur brennandi áhuga á upplýsingartækni og vilt starfa í fjölbreyttu og þróttmiklu umhverfi, hvetjum við þig til að sækja um!   

*Ef að réttur aðili finnst í starfið gæti verið ráðið áður en umsóknarfresti lýkur.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið tölvupóst á umsoknir@oruggafritun.is með ferilskrá og kynningarbréfi. Almennur umsóknarfrestur er 12.janúar 2025