Tæknimaður/Kerfisstjóri
Orkan leitar að öflugum og úrræðagóðum sérfræðingi í rekstrarumsjón upplýsingakerfa fyrirtækisins. Starfið felur í sér uppsetningu og umsjón upplýsingatæknikerfa auk notendaþjónustu. Hin(n) útvalda(i) mun vinna náið með öðrum sérfræðingum í upplýsinga- og tæknirekstri ásamt stjórnendum Orkunnar.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Rekstur lausna fyrir eldsneytissölu og aðra þjónustu.
Rekstrarumsjón upplýsingakerfa.
Mótun umbótaverkefna og innleiðing stafrænna lausna.
Notendaþjónusta
Menntunar- og hæfniskröfur.
Nám sem nýtist í starfi, s.s. kerfisstjórnun, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærilegt.
Reynsla af rekstri tölvukerfa og notendaþjónustu.
Reynsla af afgreiðslukerfum verslana, fjárhagskerfum og öðrum kerfum sem tengjast
verslunarrekstri..
Sækja um starf
Hulda Helgadóttir ráðgjafi hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu hefur umsjón með ráðningunni og veitir frekari upplýsingar í síma: 561 5900 eða í tölvupósti: hulda@hhr.is. Tekið er við umsóknum á vef HH Ráðgjafar www.hhr.is