Tæknimaður í Tæknisveit
Starfslýsing
– Starfið felst í uppsetningu á tengingum og tækniþjónustu við heimili og fyrirtæki.
Hæfniskröfur
– Skilningur og þekking á tölvum og tækni.
– Færni í lagnavinnu.
– Menntun í símvirkjun, rafvirkjun eða rafeindavirkjun er kostur.
– Þekking og reynsla af Microsoft stýrikerfum er kostur.
– Alþjóðlegar vottanir í upplýsingatækni er kostur.
– Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði.
Um Premis
Við erum 35 manna fjölskylda sem hefur það að markmiði að hafa gaman í vinnunni og leysa úr vandamálum viðskiptavina með ýmsum kerfislausnum. Við leggjum áherslu á jákvætt og skemmtilegt starfsumhverfi og tökumst saman á við spennandi og krefjandi verkefni.
Sækja um starf
Vinsamlegast sendið umsóknir með tölvupósti á jobs@premis.is fyrir 20. júní n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.