Tæknimaður

Sjúkratryggingar 19. Jun 2023 Fullt starf

Sjúkratryggingar leita að nýjum liðsfélaga á Upplýsingatæknisviði þar sem í boði er fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi. Upplýsingatæknisvið sér um rekstur tölvukerfa Sjúkratrygginga og skemmtileg verkefni eru framundan í áframhaldandi uppbyggingu í upplýsingatækni.

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Aðstoð við notendur tölvukerfa
– Vinna í beiðnakerfi
– Kennsla á notkun hugbúnaðar
– Gerð kennsluefnis
– Stofnun notenda í tölvukerfum
– Uppsetning á tölvubúnaði
– Áframhaldandi innleiðingum á lausnum í Microsoft 365

Hæfniskröfur
– Þekking og reynsla af rekstri á Active Directory
– Þekking og reynsla af notkun á Microsoft 365
– Þekking og reynsla af notkun beiðnakerfis svo sem Jira Service Management eða sambærilegt
– Þekking og reynsla af notkun og uppsetningu á Microsoft Windows 11
– Reynsla af þjónustu notenda tölvukerfa að minnsta kosti 3-5 ár
– Góð færni í íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
– Frumkvæði, vandvirkni og hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi
– Góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvætt viðmót

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.06.2023


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á Starfatorgi ríkisins á www.starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar sjukra.is. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og sérstakt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar: sjukra.is