Tæknilegur sérfræðingur á miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis
Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða tæknilegan sérfræðing til að vinna að nýju verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Verkefnið miðar að því að miðla nauðsynlegum heilbrigðisupplýsingum yfir landamæri þegar einstaklingar þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu utan síns heimalands.
Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna ber ábyrgð á að þróa og innleiða upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu á öruggan, hagkvæman og skilvirkan hátt og stuðla þannig að góðri og öruggri þjónustu og bættri lýðheilsu á öllum æviskeiðum.
Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf sem reynir á þekkingu á upplýsingatækni og upplýsingaöryggi. Starfsmaðurinn mun vinna í samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan embættisins. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna.
Um er að ræða verkefni til þriggja ára.
Sækja um starf
Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á Starfatorgi - sjá
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=29830