Tæknifólk um allt land
Hefur þú áhuga á stuðla að sjálfbæru samfélagi?
Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði sem nálgast öll verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi. Vegna aukinna umsvifa leitum við að einstaklingum til að slást í hóp samhentra verkfræðinga og tæknimenntaðra starfsfólks með fjölþætta reynslu á sviði orkunýtingar, iðnaðar og mannvirkja.
Mannvit óskar eftir öflugu tæknifólki í krefjandi og fjölbreytt verkefni á starfsstöðvar Mannvits um allt land. Starfið felst meðal annars í að sinna ráðgjafarverkefnum, hönnun og eftirliti við mannvirkjagerð jafnt inni á skrifstofu sem á verkstað..
Menntunar- og hæfnikröfur
– Háskólamenntun í byggingarverkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði eða sambærileg menntun
– Starfsreynslu við mannvirkjagerð er kostur
– Öflug liðsmanneskja með jákvætt viðhorf og góða færni í mannlegum samskiptum
– Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi
– Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
– Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022.
Nánari upplýsingar veitir Súsanna Helgadóttir, susannah@mannvit.is, mannauðsráðgjafi.
Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Mannvits, www.mannvit.is/starfsumsokn/ Nánari upplýsingar veitir Súsanna Helgadóttir, susannah@mannvit.is, mannauðsráðgjafi.