Tæknifræðingur

Marorka 14. Nov 2011 Fullt starf

Vegna aukinna verkefna leitar Marorka að metnaðarfullum starfskröftum til starfa í tæknideild fyrirtækisins.

Starfslýsing:
– Þáttaka í framleiðslu á orkustjórnunarkerfum Marorku
– Hönnun kerfa, samsetning vélbúnaðar, skjölun og prófun
– Iðntölvuforritun
– Þjónusta við viðskiptavini
– Val á vélbúnaði (mæli- og samskiptabúnaður)

Hæfniskröfur:
– Háskólapróf í tæknifræði
– Þekking á samskiptareglum vélbúnaðar kostur
– Þekking á iðntölvum og iðnstýringum kostur

Mikilvægt er að viðkomandi hafi til brunns að bera skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum, sýni frumkvæði í starfi og sé jákvæður og drífandi. Ferðalög erlendis geta verið hluti af starfinu.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á marorka@marorka.com fyrir 21. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir Heiða Lára Heiðarsdóttir starfsmannastjóri, heida@marorka.com.