Sumarstörf 2022

Mannvit leitar að öflugum og framsýnum háskólanemum til að starfa með okkur í sumar. Mannvit leggur áherslu á að bjóða upp á lærdómsríkt vinnuumhverfi þar sem nemendur fá tækifæri á að taka virkan þátt í krefjandi verkefnum.
Hjá Mannvit starfa rúmlega 200 einstaklingar sem vinna í teymum þvert á svið og landshluta með ástríðu fyrir því að stuðla að sjálfbæru samfélagi. Mannvit sérhæfir sig í þjónustu á sviði verkfræði, sjálfbærni og tæknivísinda. Við hvetjum alla sem stunda háskólanám á fyrrnefndum sviðum til þess að sækja um.
Ráðið verður í fjölbreytt störf og í flestum landshlutum.
Mannvit býður starfsfólki samgöngustyrk sem ferðast með vistvænum hætti.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2022.
Nánari upplýsingar veitir Súsanna Helgadóttir, susannah@mannvit.is, mannauðsráðgjafi.
Sækja skal um í gegnum heimasíðu Mannvits, mannvit.is/starfsumsokn