Sumarstörf 2021

Mannvit hf. 20. Jan 2021 Fullt starf

Mannvit leitar að öflugum háskólanemum á sviði tæknivísinda til þess að takast á við ögrandi verkefni í fjölbreyttu umhverfi.

Lögð er rík áhersla á að ungir starfsmenn fái strax tækifæri til þess að taka virkan þátt í verkefnum og þeim treyst til þess að fylgja þeim eftir á eigin forsendum.

Fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu á sviði verkfræði, jarðvísinda, umhverfismála, upplýsingatækni, byggingarefnarannsókna og heildarumsjón verkefna. Við hvetjum alla sem stunda háskólanám á fyrrnefndum sviðum til þess að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlega sækið um í gegnum heimasíðu Mannvits https://www.mannvit.is/um-mannvit/fyrirtaekid/starfsumsokn/