Sumarstarf fyrir háskólanema – Grafísk hönnun

Tulipop ehf. 19. Apr 2011 Fullt starf

Tulipop óskar að ráða starfsmann/háskólanema í sumarstarf tvíþætt verkefni á sviði grafískrar hönnunar: Annars vegar útfærslu á myndskreytingum og fígúrum Tulipop fyrir tölvuleik (s.s. iPhone eða Facebook leik), en það verkefni yrði unnið í nánu samstarfi við forritara. Hinsvegar þróun markaðs- og kynningarefnis vegna sölu- og markaðssetningar á vörum Tulipop á erlendri grundu. Tulipop er hönnunar- og hugmyndafyrirtæki, stofnað í byrjun árs 2010. Tulipop er til húsa í frumkvöðlasetrinu Kvosinni. Tulipop framleiðir litríkar og skemmtilegar vörur þar sem “krúttlegar” fígúrur eru í lykilhlutverki. Vörur Tulipop hafa hlotið góðar viðtökur og eru seldar í nítján hönnunarverslunum á Íslandi, í Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Starfið er hluti af átaksverkefni Vinnumálastofnunar fyrir námsmenn og atvinnuleitendur, sjá nánar á www.vmst.is.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sækja skal um starfið á vef Vinnumálastofnunar, www.vmst.is (http://www.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobsview.aspx?pkjobid=1317).

Allar frekari upplýsingar veitir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, í síma 857 7761 eða í gegnum tölvupóst, helga@tulipop.com.