Störf í WOW labs

WOW air 15. May 2017 Fullt starf

Vegna aukinna verkefna leitum við að tveimur nýjum starfsmönnum í SysOps deild hjá WOW labs.

Tæknimaður í notendaþjónustu

Ef þú ert tæknigúrú með reynslu af notendaþjónustu og 220% þjónustulund þá viljum við heyra frá þér. Við leitum að úrræðagóðum einstaklingi með marktæka reynslu í tækniþjónustu, sem er tilbúinn í krefjandi verkefni í lifandi og síbreytilegu vinnuumhverfi.

Verkefnastjóri

Viðkomandi þarf að hafa reynslu í verkefnastjórnun, innleiðingu hugbúnaðarkerfa og afburða samskiptahæfni er ekki síður mikilvæg.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1000 hörkuduglegir starfsmenn.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um störfin ásamt umsóknareyðublöðum má finna á wowair.is/starf.

Frekari fyrirspurnir um starfið má senda á starf@wow.is.