Starfsmaður í upplýsingatæknideild
Upplýsingatæknideild Kviku óskar eftir að ráða sérfræðing vegna aukinna umsvifa. Deildin leitar að sérfræðingi með reynslu af forritun og breiða tækniþekkingu sem nýtist í þróunarteymi sitt. Teymið er lítið og þétt og verkefnin fjölbreytt.
Helstu verkefni:
- Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna
- Þróun og viðhald á innri kerfum bankans
- Samþætting aðkeyptra kerfa við önnur kerfi bankans
- Samskipti við þjónustuaðila
- Unnið er með SQL Server, C#, Powershell, Reporting Services, Power BI og fleira
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg
- Lágmark 3 ára starfsreynsla
- Þekking og reynsla af forritun í C# og T-SQL
- Reynsla af fjármálamarkaði mikill kostur
- Fagleg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
Umsóknarfrestur er til og með 7. október.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Vinsamlegast sækið um hér: https://alfred.is/starf/starfsmadur-i-upplysingataeknideild