Starfsmaður í tækniteymi
Menntamálastofnun leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og sjálfstæðum starfsmanni í tækniteymi stofnunarinnar með þekkingu og brennandi áhuga á hugbúnaðarmálum, öryggisvörnum, net- og vefkerfum og skýjalausnum.
Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi og yfirgripsmikla getu í uppsetningu og viðhaldi net- og vefkerfa og vera fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð. Starfið kallar á mikið frumkvæði, góða samskiptafærni, hæfni til að starfa í teymi og reynslu af verkefnastjórnun.
Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfnikröfur:
1) Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
2) Þekking og reynsla af uppsetningu og viðhaldi net- og vefkerfa.
3) Mjög góð þekking á Office365 (Sharepoint, Exchange, Teams) og helstu vefumhverfum.
4) Geta til að setja sig inn í ný tölvukerfi á skjótan hátt.
5) Hæfni til að vinna eftir gæðastöðlum og setja upp verklagsreglur og vinnulýsingar.
6) Reynsla af verkefnastjórnun forritunarverkefna.
7) Góð íslensku og enskukunnátta.
8) Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
Starfið felur í sér mikil samskipti við aðila bæði innan og utan stofnunarinnar og starfsmaður þarf að vera reiðubúinn til að sinna öðrum þeim störfum sem kunna að þarfnast úrlausnar hjá stofnuninni.
Sækja um starf
Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Umsókn sendist á skjalasafn@mms.is merkt: Starfsmaður í tækniteymi. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn Yngvi Gestsson sviðsstjóri þjónustusviðs, í síma 514-7500, netfang: sveinbjorn.yngvi.gestsson@mms.is Umsóknafrestur er til og með 10. ágúst 2018.