Starfsmaður í posaþjónustu

Valitor 14. Nov 2022 Fullt starf

Vilt þú vinna hjá alþjóðlegu þekkingarfyrirtæki?

Valitor / Rapyd óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf í posaþjónustu á Fyrirtækjasviði. Posaþjónusta Valitor / Rapyd sér um uppsetningu og viðhaldsþjónustu á posum fyrir söluaðila. Vinnutími er á virkum dögum á milli klukkan 8:30 – 16:30 en starfsmenn posaþjónustu sinna einnig bakvöktum utan opnunartíma.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir ríkri þjónustulund, hefur þekkingu og áhuga á tæknimálum og býr yfir góðri samskiptafærni.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31. ágúst 2023. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Uppsetning og viðhaldsþjónusta á posum
  • Þjónusta við söluaðila

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Reynsla og brennandi áhugi á tæknimálum
  • Iðnmenntun eða próf í raf- eða tæknigreinum er mikill kostur
  • Viðkomandi þarf að búa yfir grunnþekkingu netkerfa
  • Reynsla af uppsetningu verslunarkerfa er kostur
  • Samstarfs- og aðlögunarhæfni, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg
  • Geta til að vinna undir álagi og í vaktavinnu
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2022.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni F. Bjarnason, hópstjóri posaleigu, bjarni@valitor.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Valitor / Rapyd er framsækið fyrirtæki í greiðslumiðlun sem býður upp á fjölskylduvænt og sveigjanlegt vinnufyrirkomulag, frábært mötuneyti og skemmtileg verkefni sem tengjast grunninnviðum okkar daglega lífs.