Starfsmaður í hugbúnaðargerð

Skaginn ehf. 25. Nov 2021 Fullt starf

Helstu verkefni og ábyrgð:

Óskum eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling sem hefur brennandi áhuga á hugbúnaðargerð og sjálfvirkni. Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað og vera hluti af þróun lausna sem seldar eru um allan heim þá gæti þetta verið starfið fyrir þig. Teymið sem þú værir að vinna í, vinnur að gerð hugbúnaðar allt frá því að stýra einföldu tæki í að stýra heilli matvælavinnslu þar sem sjálfvirkni er í fyrirrúmi.

Starfssvið:

Hugbúnaðargerðin tekur á öllum þáttum hugbúnaðargerðar frá hugmynd til útgáfu og frá sölu til afhendingar til viðskiptavinar.

Agile vinnuumhverfi þar sem lagt er áhersla á þverfaglegt teymi með skýra framtíðarsýn og vel vörðuð verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun í tölvunar-,hátækni-, rafmagnsverkfræði eða sambærilegu. Iðnmenntun kostur.
  • Þekking á þróun fyrir iðnstýringar- og skjákerfi er kostur.
  • Þekking og reynsla af gagnagrunnshönnun og forritun er kostur.
  • Góð greiningarhæfni, rökhugsun auk hæfileika til leitar að rót vandamála.
    -Sjálfstæð vinnubrögð og skipulag í starfi.

Aðrar upplýsingar:

Starfsstöðvar félagsins eru á Akranesi, Ísafirði og í Reykjavík.

Hluti starfsins fer fram hjá viðskiptavinum fyrirtækisins víða um heim og því þarf starfsmaður að hafa aðstöðu og áhuga til ferðalaga um framandi slóðir. Hugbúnaðarteymið er ungt og mikill metnaður er hjá stjórnendum að efla hugbúnaðargerð til að mæta auknum kröfum viðskiptavina um sjálfvirkni og betri verkfæri til ákvarðanatöku.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Bjarnason jens@skaginn3x.com

Umsókn ásamt ferilskrá skal sendast í job@skaginn3x.com