Starfsmaður í notendaþjónustu tölvudeildar
Reiknistofnun Háskóla Íslands óskar að ráða starfsmann í notendaþjónustu HÍ.
Starfið
Starfið felst aðallega í notendaaðstoð, uppsetningu og þjónustu á vél- og hugbúnaði starfsmanna innan Háskóla Íslands auk annara fjölbreyttra verkefna. Starfið hentar einstaklingi sem vill hafa mikið að gera og læra nýja hluti er samviskusamur og góður í mannlegum samskiptum og sýnir frumkvæði. Starfshlutfall er 100%.
Áhersla er lögð á hátækni og símenntun í starfi. Reiknistofnun er í miklu samstarfi við hliðstæðar stofnanir á Norðurlöndum.
Hæfniskröfur:
• Rík þjónustulund
• Mjög góð almenn tölvukunnátta
• Góð þekking á Microsoft hugbúnaði á útstöðvum
• Góð þekking á tölvum og tengdum búnaði og færni til bilanagreininga
• Þekking á netkerfum, tengingum og samskiptabúnaði
• Þekking á Microsoft hugbúnaði á netþjónum æskileg
• Microsoft prófgráðunnar eru kostur
• Þekking á Unix, Linux, MacOSX
• Góð íslensku og ensku kunnátta er áskilin.
Umsóknarfrestur er til 29. september 2014.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Albert Jakobsson, deildarstjóri notendaþjónustu Reiknistofnunar í síma 525 4754, netfang aj@hi.is.
Skriflegum umsóknum um náms- og starfsferilskrá skal skila til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið starfsumsoknir@hi.is merkt HI14090058.