Stafrænn vörustjóri – B2B

Bláa Lónið 19. Feb 2025 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum stafrænum vörustjóra (Digital Product Manager) til að leiða þróun á bókunarlausnum og beintengingum sem þjóna fyrirtækjamarkaði Bláa Lónsins (B2B). Bláa Lónið starfar með fjölda fyrirtækja í ferðaiðnaðinum sem selja einstakar upplifanir Bláa Lónsins. Áhersla er á að veita samstarfsaðilum okkar fyrsta flokks þjónustu, efla samstarf og framúrskarandi notendaupplifun fyrir alla viðskiptavini Bláa Lónsins.
Stafrænn vörustjóri B2B lausna er ábyrgur fyrir sífelldri þróun og árangri stafræns vöruframboðs fyrir fyrirtækjamarkað (B2B) ásamt því að spila stórt hlutverk í stafrænni upplifun gesta Bláa Lónsins.

Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.


Helstu verkefni

  • Byggja upp og leiða þróunarteymi fyrir B2B lausnir fyrirtækisins
  • Stefnumótun og forgangsröðun verkefna (e. product roadmap) fyrir B2B lausnir Bláa
    Lónsins í samstarfi við hagaðila
  • Stefnumótun, sýn og skjölun fyrir beintengingar við vöruframboð Bláa Lónsins
  • Yfirsýn yfir notendaupplifun og mælikvarða B2B lausna
  • Náin samvinna þvert á fyrirtækið og með öðrum vörustjórum
  • Upplýsingagjöf og fræðsla til helstu hagaðila innan fyrirtækisins
  • Leiða þróunarteymi, spretti og útgáfur
  • Tryggja gæði, öryggi og framkvæmd prófana


Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð þekking og reynsla af vörustjórnun (e. digital product management)
  • Góð tæknileg þekking til að tryggja samþættingu og árangursríka samvinnu við ytri
    aðila
  • Þekking og reynsla á Agile aðferðafræði
  • Hefur áhuga á frábærri notendaupplifun og er tæknisinnaður
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
  • Hæfileiki til að vinna þvert á fyrirtæki og miðla framtíðarsýn til ólíkra hópa
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af ákvarðanatöku með aðstoð gagna


Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.

Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson, forstöðumaður á netfangið: jonatan.arnar.orlygsson@bluelagoon.is