SQL sérfræðingur

Vodafone 31. Mar 2011 Fullt starf

Hagdeild leitar að kraftmiklum einstakling í viðskiptagreindarliðið sitt. Starfið felur í sér þjónustu við hinar ýmsu deildir Vodafone við skýrslugerð og greiningu á gögnum úr gagnagrunnum. Jafnframt mun viðkomandi taka þátt í spennandi verkefni við innleiðingu og hönnun á nýju vöruhúsi gagna, sem og vinnu við framtíðaruppbyggingu viðskiptagreindar Vodafone.

Hæfniskröfur:
– Tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi væri kostur
– Reynsla og þekking á SQL fyrirspurnir og skýrslugerð í reporting services
– Reynsla og þekking á rekstri og hönnun gagnagrunnskerfa
– Mjög góð þekking og reynsla á excel og notkun pivot
– Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
– Þekking á Microsoft Business Intellingence er kostur en ekki nauðsynleg


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir geta sótt um starf á vef Vodafone. Um er að ræða tímabundið starf með möguleika á starfsþróun. Nánari upplýsingar veita María Arthúrsdóttir mariaa@vodafone.is og Sonja M. Scott sonjas@vodafone.is