Spennandi störf hjá framsæknu fyrirtæki
Við hjá Activity Stream sérhæfum okkur í greiningu og miðlun gagna í rauntíma og erum að smíða hugbúnað sem ber sama nafn og fer í almenna sölu næsta vor. Nú stendur yfir þróun og innleiðing með völdum viðskiptavinum en móttökurnar hafa verið framar vonum.
Okkar megin starfssvið er rekstrargreind (Operational Intelligence) en í henni sameinast vinnsla streymandi gagna, hagnýting gervigreindar og miðlun upplýsinga í rauntíma. Rekstrargreind hefur það að megin markmiði að bæta rekstur og þjónustu fyrirtækja með nýtingu hátækni.
Við leitum að:
Viðmótsforritara
Þekking og reynsla af viðkomandi tækni er æskileg:
- Javascript, CSS, Bootstrap
- Mithril, Comet/Websockets
- Lodash, D3, DC, Crossfilter
Reyndum kerfisforritara
Við leitum að fólki með víðtæka reynslu en þekking á eftirfarandi tækni er æskileg:
- Java / Scala
- Spring 4, Akka Cluster
Sérfræðingi í gagnagreiningu og rekstrargreind
Við leitum að fólki með víðtæka reynslu af Java forritun og reynslu af vitvélum (Machine Learning) og atburðagreiningu (Complex Event Processing)
- Esper / Siddhi (CEP)
- Jubatus / Mahout / Spark (ML)
- Neuroph / Weka (NN)
Sérfræðing í kerfisrekstri
Við leitum að reynslubolta í því að setja upp og reka SAAS þjónustu. Erum að skoða ýmis umhverfi en höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um hýsingarstað/-tækni. Notum Docker og tengda tækni til að skila kerfiseiningum í rekstur. Við leitum aðeins að fólk með umtalsverða reynslu í þetta starf.
Sérfræðingi í samþættingu
Við leitum að fólki með reynslu af margvíslegum samþættingarverkefnum óháð tækni og tólum.
Við bjóðum:
Skemmtileg og krefjandi störf í frábærum hópi sérfræðinga þar sem viðfangsefnin eru í senn krefjandi og spennandi. Gott starfsumhverfi þar sem áhersla er lög á árangur og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Lærdómsfúst starfsumhverfi þar sem allir eru tilbúnir að miðla af þekkingu og reynslu til að efla hópinn og allir eru tilbúnir að læra eitthvað nýtt.
Við leitum að fólki sem vill taka þátt í að búa til hugbúnað sem á fullt erindi á alþjóðamarkað og er tilbúið að leggja sig fram til að svo verði.
Sækja um starf
Vinsamlega sendið umsóknir á stefan@activitystream.com