Sölusérfræðingur veflausna

Endor – Vefþjónustan sf 28. Dec 2012 Fullt starf

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að byggja upp ungt veflausnafyrirtæki með traustan grunn þá erum við að leita að þér.

Starfið felst m.a. í að afla nýrra viðskiptasambanda, söluráðgjöf og kynningu á lausnum fyrirtæksins, mótun á vöruúrvali, ásamt kynningar- og söluefni til viðskiptavina. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila.

Helstu verkefni
Greining á núverandi veflausnum og þörfum væntanlegra viðskiptavina.
Heimsóknir til viðskiptavina og myndun nýrra viðskiptatengsla.
Sala á vörum fyrirtækisins og tilboðsgerð.
Þátttaka í séraðlögun vörulausna að óskum viðskiptavina.
Þátttaka í áframhaldandi þróun og uppbyggingu þjónustu.

Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
Starfsreynsla á sviði sölu og ráðgjafaþjónustu innan upplýsingatækni er mikill kostur.
Tækniþekking er mikill kostur.
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Frumkvæði í starfi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.

Um Vefþjónustuna sf.
Vefþjónustan er ungt og framsækið hugbúnaðarfyrirtæki með góða þekkingu á veflausnum og sérlausnum. Við leggjum okkur fram við að hlusta á viðskiptavini okkar og mæta þeirra óskum þegar kemur að þjónustu á þeirra vef og vefkerfum.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar. Vinsamlegast sendið ferilskrá með umsókn á netfangið hoskuldur@vefthjonustan.is . Allar nánari upplýsingar veitir Höskuldur Sigurðarson í netfangið hoskuldur@vefthjonustan.is.