Sölusérfræðingur hýsinga- og þjónustulausna
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða kraftmikinn einstakling í starf sölusérfræðings fyrir Thor Data Center. Ef þú hefur áhuga á að starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá erum við að leita að þér.
Starfið felst í söluráðgjöf og tæknilegri aðstoð við gagnahýsingu og rekstrarþjónustu til viðskiptavina. Sölusérfræðingur tekur þátt í að hámarka mögulegar tekjur sviðsins með öflun nýrra viðskiptasambanda og þjónustu við núverandi og nýja viðskiptavini í samræmi við stefnu félagsins.
Helstu áherslur
Greina upplýsingatæknistefnur og viðskiptaáætlanir viðskiptavina til að tryggja að þjónustuframboð og væntingar séu í samræmi
Safna og greina upplýsingar um hugsanlega viðskiptavini; skilja ákvörðunartökuferli þeirra, meta áhrif skipulagsbreytinga og önnur markaðstækifæri
Samskipti við erlenda samstarfsaðila og viðskiptavini
Þátttaka í áframhaldandi þróun og uppbyggingu þjónustunnar
Aðkoma að markaðsgreinigum með tilliti til þess hvar áhrif, aðgreining og tækifæri liggja
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
Þekking og/eða starfsreynsla á sviði sölu og ráðgjafaþjónustu innan upplýsingatækni
Góð tækniþekking
Mjög góð enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Metnaður til að ná árangri í starfi
Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Um Advania Thor Data Center
Thor Data Center er hluti af Advania. Gagnaverið sérhæfir sig í gagnahýsingu og gagnavinnslu fyrir fyrirtæki. Hjá Thor Data Center hefur verið unnið mikið frumkvöðlastarf hvað snertir markaðssetningu Íslands sem umhverfisvæns valkosts fyrir viðskiptavini gagnavera. Hjá Thor Data Center er frábært starfsfólk með mikla þekkingu á uppbyggingu og högun gagnavera. Thor Data Center er staðsett í Hafnarfirði.
Um Advania
Advania er jafnréttissinnað, fjölskylduvænt og hlúir vel að starfsfólki. Kúltúrinn er frjálslegur og óþvingaður, vinnutíminn sveigjanlegur og vinnuaðstaðan frábær. Kaffið er magnað og maturinn fyrsta flokks. Félagslífið er kraftmikið og uppákomur tíðar. Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.
Umsóknarfrestur er til og með 16. september. Vinsamlegast sendið ferilskrá með umsókn.
Umsóknareyðublað hér: http://www.advania.is/um-advania/umsokn-um-starf/umsoknareydublad/
Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veitir Jónína Guðmundsdóttir í síma 4409000. Fullum trúnaði er heitið.