Sölumaður
Fyrirtækið Búngaló óskar nú eftir öflugum sölumanni í fulla vinnu. Starfið fellst að fyrstu í áframhaldandi þróun og markaðssetningu fyrirtækisins hér á landi en svo í framhaldi af því verður aðal hlutverk sölumannsins að aðstoða við að koma Búngaló á fót í öðrum norðurlöndum.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða reynslu af sölumennsku og geti starfað sjálfstætt. Ekki er verra ef hann talar eitthvað norðurlandamál og hafi reynslu af alþjóðlegum viðskiptum. Einnig setjum við eftirfarandi skilyrði um persónuleika viðkomandi:
- Heiðarlegur
- Einlægur
- Hress og skemmtilegur
- Hafi sköpunargáfur og sköpunargleði
- Hafi gaman af því að byggja upp góð og langvarandi sambönd við viðskiptavini sína
- Metnaðargjarn og samviskusamur
Ákveðin grunnlaun eru í boði og við það bætist svo bónusar og árangurstengdar greiðslur. Við erum að leita eftir aðila til að koma og starfa með okkur til frambúðar, það er því möguleiki fyrir viðkomandi að fá hluta í fyrirtækinu ef hann stendur sig vel í starfi.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á info@bungalo.is með ferilskrá og smá texta um afhverju þið haldið að þið gætuð hentað vel í þetta starf.