Sölu- og markaðsfulltrúi afgreiðslulausna
Strikamerki leitar að metnaðarfullum sölu- og markaðsfulltrúa afgreiðslulausna. Starfsmaðurinn mun hafa tækifæri til að móta starfið og hafa áhrif á vöruþróun fyrirtækisins.
Starfslýsing
- Sækja nýja viðskiptavini og auka þjónustu hjá núverandi viðskiptavinum
- Söluráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina
- Innkaup, verðlagning og vörustýring afgreiðslulausna
- Gerð og eftirfylgni söluáætlana
- Gerð tilboða og þjónustusamninga og eftirfylgni á þeim
- Gerð markaðsáætlana og samkeppnisgreininga
- Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum
- Samskipti við innlenda og erlenda birgja
- Skapandi og lausnamiðuð hugmyndavinna
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Mjög góðir söluhæfileikar
- Reynsla af afgreiðslulausnum er kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til að vinna sjálfstætt og vera skipulagður í vinnu
- Almenn tölvukunnátta
Strikamerki starfar á sviði upplýsingatækni og útvegar fyrirtækjum lausnir fyrir rafrænan rekstur – þar á meðal þráðlaus netkerfi og handtölvur í vöruhús, handtölvulausnir fyrir sölu og þjónustu, prentlausnir fyrir sjávarútveg og framleiðslufyrirtæki og hug- og vélbúnað fyrir verslanir.
Frekari upplýsingar veitir Sæmundur Valdimarsson framkvæmdastjóri (saemundur@strikamerki.is).
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Valdimarsson, framkvæmdastjóri (saemundur@strikamerki.is).