Sölu- og markaðsstarf

Cyan Veflausnir 6. Nov 2013 Fullt starf

Sölu- og markaðsfólk takið eftir!

Cyan Veflausnir leita nú að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi í fullt starf. Það felur í sér sölu og markaðssetningu á fjölbreyttum veflausnum og áframhaldandi mótun á spennandi og líflegu fyrirtæki.

Við leitum fyrst og fremst að fólki sem elskar lífið og hefur gaman af því að vinna með öðrum.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu af sölu- og markaðsstarfi og sé fljótt að tileinka sér nýja hluti.

Hvað þarft þú að gera?
– Taka þátt í að markaðssetja fyrirtækið og greina tækifæri á markaði
– Selja og þjónusta veflausnir
– Taka þátt í að móta og þróa spennandi lausnir Cyan

Hvað þarft þú að geta?
– Haft yndi og ánægju af því að vinna með fólki
– Tileinkað þér vefinn og haft metnað fyrir tækni og framþróun í vefgeiranum
– Haft frumkvæði í starfi og geta unnið sjálfstætt
– Hugsað út fyrir kassann og notið þess að skapa, læra og leika þér
– Notið lífsins!

Cyan er fyrirtæki sem þróar áreiðanlegar og notendavænar veflausnir. Fyrirtækið býr yfir gríðarlegri þekkingu á vefmálum og á sér langa og farsæla sögu. Nýlega gekk fyrirtækið í gegnum mikla endurnýjun og er á fullri siglingu inn í nýja tíma.

Við erum í Kaaber-húsinu við Guðrúnartún umlukin skapandi fyrirtækjum og kraftmiklu fólki sem starfar við markaðssetningu og alla mögulega miðla.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi umsóknir á vinna@cyan.is með starfsferilsskrá.