Snjall og öflugur forritari óskast

Sendiráðið 21. Nov 2016 Fullt starf

Við leitum að kraftmiklum, skapandi og skemmtilegum bakendaforritara í teymið okkar.

Okkar kröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði æskileg, en góð reynsla virkar líka
  • Kunnátta og reynsla af .NET
  • Þekking á C#, Javascript og SQL
  • Hæfileikar til að vinna sjálfstætt og í teymi með hönnuðum, verkefnastjórum og forriturum
  • Metnaður til að skila sínu besta, alltaf

Sendiráðið er öflug vef- og hugbúnaðarstofa sem býður upp á skemmtilegt og krefjandi vinnuumhverfi. Við störfum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina að mjög spennandi verkefnum. Þú getur tékkað á okkur á www.sendiradid.is.

Endilega sendu okkur línu ef þú ert rétta manneskjan í teymið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir skal senda á hallo@sendiradid.is. Fyrir nánari upplýsingar um starfið er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra á agusta@sendiradid.is eða í síma 666 1777.