Snillingur í hugbúnaðarþróun
Devon er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var 2022 og er með áherslu á hugbúnaðarþróun fyrir lífeyrissjóði. Í dag starfa 6 reynslumiklir starfsmenn hjá Devon og ætlum við að stækka hópinn.
Við erum að leita að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á hugbúnaðarþróun og er tilbúinn að hjálpa okkur að hanna og þróa vöruna okkar ásamt því að taka þátt í að byggja upp fyrirtækið.
Devon er með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Hönnun og þróun á nýrri vöru í öflugu teymi
Þátttaka í mótun tæknilegra útfærslna og umbótum í verklagi
Þjónusta og ráðgjöf viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegu
Reynsla í C# og SQL er kostur
Reynsla og/eða þekking á kerfum á fjármálamarkaði er kostur
Reynsla og/eða þekking á skýjaumhverfi
Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2024. Við hvetjum alla til að sækja um óháð kyni og uppruna, umsóknir um starfið sendist á atvinna@devon.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Huldar Björnsson, bjorn@devon.is
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál