Skrifstofustjóri upplýsingatækniþjónustu
.
Viltu leiða stærsta upplýsingatækniumhverfi Íslands ?
Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að traustum og framsýnum stjórnanda í starf skrifstofustjóra upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar. Viðkomandi er einn af lykilstjórnendum sviðsins og situr í yfirstjórn þess.
Markmið starfsins er að sjá til þess að upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar sé í takt við þarfir notenda og sé aðgengileg, markviss, heildstæð og í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Að sjá til þess að högun á upplýsingatækni sé í takti við þarfir hverju sinni, standist ítrustu kröfur um öryggi og stöðugleika og styðji við framþróun í starfsemi hennar.
Einnig er meginhlutverk skrifstofustjóra að bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á verkefnum skrifstofunnar og tryggja öryggi upplýsingatækniinnviða og rekstur upplýsingatæknilausna. Einnig mun viðkomandi bera ábyrgð á að móta, þróa og innleiða framtíðarsýn á upplýsingatækni borgarinnar.
Framundan eru spennandi breytingar í starfsemi skrifstofunnar sem fela m.a. í sér að færa reksturinn yfir í nýtt rekstrarumhverfi í gagnaveri í kjölfar endurhönnunar sem miðar að því að upplýsingatæknikerfi borgarinnar verði ávallt rekin í fyrsta flokks umhverfi.
Sem skrifstofustjóri upplýsingatækniþjónustu munt þú …
-
Bera ábyrgð á faglegu starfi skrifstofunnar
-
Bera ábyrgð á fjárhagslegum rekstri skrifstofunnar
-
Bera ábyrgð á mannauðsmálum skrifstofunnar
-
Bera ábyrgð á útgáfu og samþykkt reikninga skrifstofunnar
-
Bera ábyrgð á mælikvörðum, eftirliti og markmiðum skrifstofunnar
-
Bera ábyrgð á öryggi og uppitíma upplýsingatæknikerfa borgarinnar
-
Taka virkan þátt í þéttu samstarf stjórnenda og starfsmanna sviðsins
-
Taka virkan þátt í stefnumótun og innleiðingu stefna sviðsins
-
Vera í hlutverki forgöngumanns um góðar venjur og samskipti
-
Fylgja verklagi, reglum og lögum
-
Bera ábyrgð á umbótaverkefnum skrifstofunnar
-
Sinna persónulegri endurmenntun
Menntunar- og hæfnikröfur í starfið:
-
Brennandi áhugi á upplýsingatækni
-
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
-
Fagleg þekking á breytingastjórnun
-
Farsæl reynsla að leiða stór breytingarverkefni
-
Reynsla og þekking af stefnumótun
-
Þekking og reynsla af áætlanagerð
-
Greiningarhæfni
-
Hæfni og áhugi til að starfa í þéttu samstarfi
-
Hæfni og áhugi á hlutverki forgöngumanns
-
Umbótahugsun
-
Frumkvæði og drifkraftur
-
Lausnamiðuð hugsun
-
Mikil hæfni hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
-
Hæfni og geta til að starfa í krefjandi og kviku umhverfi
-
Hefur jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika
-
Hæfni og geta til að halda kynningar
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Sækja um starf
Þjónustu- og nýsköpunarsvið er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild og virðing einkennir menninguna. Við leggjum mikið upp úr faglegu umhverfi þar sem frumkvæði og þori er fagnað. Verkefnin eru krefjandi og skemmtileg og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf borgarbúa og starfsfólks borgarinnar.
Við bjóðum upp á:
Fyrsta flokks vinnustað
Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin
Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
Krefjandi og skemmtileg verkefni
Öfluga nýliðamóttöku
Sálrænt öryggi og skapandi menningu
Góða liðsheild og góð samskipti
Samkennd og virðing
Þekkingarumhverfi
Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Heilsueflandi vinnustað
Gott vinnuumhverfi
30 daga í sumarleyfi
36 stunda vinnuviku
Sveigjanleika á vinnutíma
Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
Frábært mötuneyti og ávextir á kaffistofu
Heilsu- og samgöngustyrk
Sundkort
Menningakort
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl. n.k. Nánari upplýsingar um starfið Guðfinna Ingjaldsdóttir mannauðsstjóri í gegnum tölvupóstfangið gudfinna@reykjavik.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
Starfsferilsskrá
Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið.
Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.