Skila og Gæðastjóri (QA)
Við hjá Sendiráðinu viljum bæta við okkur metnaðarfullum og skemmtilegum hugbúnaðarprófara sem vill vinna hjá framsæknu fyrirtæki í fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og sínum mikinn stuðning við fjölskyldufólk.
Umsækjendur þurfa að vera vel kunnugir nýjustu tækni og vinna vel í hóp þar sem mikil áhersla er lögð á jákvæðni og teymisvinnu hjá okkur í Sendiráðinu.
Hæfni og reynsla
- Bachelor gráða í Tölvunarfræði eða samskonar menntun
- Lágmark 3 ára reynsla af vinnu við hugbúnaðarprófanir
- Þekking á Jira eða sambærilegum kerfum
- Reynsla af sjálfvirkum prófunum
- Reynsla af skipulagi og framkvæmd notenda og/eða viðtökuprófnum
Ábyrgðarsvið
- Gæðaferli Sendiráðsins
- Skilgreiningar á prófnunartilvikum og framkvæmd prófana.
- Framkvæmd viðtökuprófana með viðskiptavinum
- Skjölun prófana
Góðir eiginleikar hjá prófara sem við kunnum að meta
- Góð samskipti sem einkennast af jákvæðri og uppbyggjandi endurgjöf
- Vinna vel í hóp
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður til að þróa starfið
- Þjónustulund að hafa viðskiptavini í fyrirrúmi
- Að hafa gott auga fyrir góðri notendaupplifun í hugbúnaðargerð og hönnun
- Að hafa gaman af að leysa hinar ýmsu áskoranir
Sendiráðið er hugbúnaðarstofa sem er troðfull af sköpunarkrafti og skemmtilegu fólki sem samanstendur af hönnuðum, forriturum og ráðgjöfum sem hafa alhliða þekkingu á hugbúnaðarþróun og starfrænum verkefnum.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 11 september