Skapandi framendaforritari
Við leitum að framenda-vefforritara í fullt starf með einstakt auga fyrir viðmóti og hönnun, og brennandi áhuga á nýjungum á sviði vefþróunar.
Silfra er ungt en ört vaxandi og metnaðarfullt fyrirtæki sem sérhæfir sig í veflausnum og markaðssetningu á netinu fyrir fyrirtæki stór og smá, innlend sem erlend. Nýleg verkefni hafa verið fyrir Andie Swim, BarkBox, Fatherly, SÍBS, Olís, Domino’s og Happdrætti Háskóla Íslands, auk þess sem við vinnum náið með nokkrum af helstu auglýsingastofum landsins.
Við viljum halda áfram að skara fram úr og vera leiðandi í nýjungum á netinu og leitum að starfsmanni sem vill taka þátt í því með okkur.
Um er að ræða fullt starf í Reykjavík. Vinnustaðurinn er lítill og skemmtilegur með himnesku kaffi.
Hæfniskröfur:
- Menntun og/eða öflug starfsreynsla í framendaforritun (HTML/CSS/JavaScript).
- Reynsla af tólum eins og Sass, Stylus og Git.
- Þekking á Vue, React og Webpack er góður kostur.
- Reynsla af Django, Wagtail, WordPress og Shopify er mikill kostur.
- Nýjungagirni og frumkvæði til að taka góða hönnun á næsta stig.
- Góð samskiptafærni og sjálfstæð vinnubrögð.
Sérlega mikill kostur er ef umsækjandi kann að meta góða söngleiki. Nei í alvöru, það er mikilvægt.
Tekið er á móti umsóknum, ferilskrám og viðeigandi tenglum á atvinna@silfra.is til 20. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað. Fullum trúnaði er gætt við úrvinnslu allra umsókna.
Sækja um starf
Tekið er á móti umsóknum, ferilskrám og viðeigandi tenglum á atvinna@silfra.is til 20. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað. Fullum trúnaði er gætt við úrvinnslu allra umsókna.