Sharepoint Online Sérfræðingur
Kvika banki leitar að sérfræðingi í Sharepoint Online og samþættingu skýjalausna. Um spennandi verkefni er að ræða þar sem er tækifæri til að taka virkan þátt í að móta stefnu og ferla í framsæknu umhverfi.
Eiginleikar sem við leitum eftir:
-
Lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
-
Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu umhverfi
-
Samskiptahæfileikar og vilji til að starfa sem hluti af frábærri liðsheild
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Yfir 5 ára starfsreynsla af forritun og þróun í Sharepoint
-
Mjög góð þekking á Sharepoint Online
-
Reynsla af samþættingu skýjalausna, sjálfvirknivæðingu og ferlun
-
Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
Sækja um starf
Sótt er um starfið á vef alfred.is, https://alfred.is/starf/sharepoint-online-serfraedingur.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2020.