Sérfræðingur í viðskiptagreind
Valitor óskar eftir að ráða sérfræðing í viðskiptagreind innan Útgáfulausna.
Hefur þú brennandi áhuga á öllu er viðkemur gögnum og nýtingu viðskiptagreindar við að búa til verðmæti úr þeim?
Vilt þú vinna hjá alþjóðlegu greiðsluþjónustufyrirtæki sem býður upp á þjónustu til samstarfsaðila á Íslandi og erlendis?
Vilt þú verða hluti af öflugum og samheldum hópi sérfæðinga í fjártækni?
Útgáfulausnir veita fjármálafyrirtækjum fjölbreytta þjónustu í tengslum við útgáfu greiðslukorta. Viðskiptagreind Kortaútgáfu Valitors sér um allt er viðkemur því að gera verðmæti úr gögnum fyrir innri og ytri viðskiptavini Útgáfulausna Valitor.
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Hönnun, smíði og innleiðing á viðskiptagreindar vörum og lausnum kortaútgáfu Valitors.
-
Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna, ETL gagnaflæði, stoðgögnum, gagnaskilum og gagnaprófunum.
-
Rekstur og viðhald á viðskiptagreindarkerfum innan Útgáfulausna Valitor.
-
Hönnun á gagnamódelum.
-
Sjálfvirknivæðing.
-
Skýrslu og greiningarvinna
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt.
-
Reynsla af skýrslu/greiningargerð og myndrænni framsetninga á gögnum.
-
Góð þekking á SQL fyrirspurnarmálinu.
-
Reynsla af Microsoft BI lausnum er kostur.
-
Reynsla af skýjaþjónustum er kostur.
-
Reynsla af forritun í forritunarmálum eins og C# og Python er kostur.
-
Færni í mannlegum samskiptum og hópavinnu.
-
Lausnamiðað hugarfar og vilji til að takast á við áskoranir.
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Sækja um starf
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Reynir Örn Bachmann Guðmundsson, Business Intelligence Manager, Issuing Solutions, reynir.orn.bachmann.gudmundsson@valitor.com
Valitor er framsækið fyrirtæki í greiðslumiðlun sem býður upp á fjölskylduvænt og sveigjanlegt vinnufyrirkomulag, frábært mötuneyti og skemmtileg verkefni sem tengjast grunninnviðum okkar daglega lífs. Valitor er með Jafnlaunavottun og hefur hlotið viðurkenningu Jafnlaunavogar FKA.