Sérfræðingur í viðskiptagreind
Isavia leitar að sérfræðingi í viðskiptagreind
Starfið felst í uppsetningu, þróun og rekstri á gagnavöruhúsi og þátttöku í þróun ferla tengdum áætlanagerð, árangursmælikvörðun, þarfagreiningum og skýrslugerð.
Helstu verkefni:
- Verkefni á sviði viðskiptagreindar
- Rekstur og þróun á gagnavöruhúsi og árangursmælikvörðum
- Þátttaka í þróun ferla tengdum áætlunum og eftirfylgni og eftirlit með þeim
- Þarfagreining og skýrslugerð
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, upplýsingastjórnun eða sambærileg menntun/reynsla
- Reynsla/þekking af gagnagrunnsfræðum nauðsynleg
- Reynsla af SSAS og þróun/uppsetningu OLAP teninga æskileg
- Reynsla af úrvinnslu gagna æskileg
- Þekking á Dynamics NAV kostur
- Sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð
Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðfinnur Jóhannsson deildarstjóri hagdeildar, gudfinnur.johannsson@isavia.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29.mars.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Isavia en þessa dagana stendur yfir breyting á heimasíðunni. Ef að þú lendir í vandamálum með ráðningavefinn vinsamlegast hafið samband á radningar@isavia.is til að koma umsókninni til skila.