Sérfræðingur í vettvangsþjónustu
Þekking leitar að kraftmiklum einstaklingi með ríka þjónustulund til að slást í hóp sérfræðinga í vettvangsþjónustu á starfsstöð okkar í Kópavogi. Starfsfólk í vettvangsþjónustu sinnir tölvuþjónustu hjá fjölda fyrirtækja hvort sem er á staðnum eða í gegnum yfirtöku véla. Verkefnin eru fjölbreytt og þéttur hópur samstarfsfélaga vinna saman að því að viðhalda frábæru ánægjuskori viðskiptavina Þekkingar.
Viðkomandi býðst að taka þátt í ýmsum verkefnum í samstarfi við önnur svið og vinna markvisst að því að efla og þróa vettvangsþjónustuna með nánustu starfsfélögum. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eftir samkomulagi og stöku vaktir utan dagvinnutíma. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum að sækja um.
Helstu verkefni:
• Greining og úrvinnsla verkbeiðna
• 1. og 2.stigs tækni- og notendaaðstoð
• Uppsetning á tölvum, hugbúnaði og tölvubúnaði
• Ýmis verkefni sem tengjast aðgangi notenda að kerfum og gögnum
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
• Mjög góð almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft stýrikerfi og hugbúnaði
• Geta til að greina tæknileg vandamál og leysa
• Ábyrgðartilfinning og góð skipulagshæfni
• Færni í samskiptum, rík þjónustulund og góð íslenskukunnátta
• Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
• Reynsla af starfi í tölvuþjónustu er mikill kostur
• Nám á sviði upplýsingatækni er kostur
Sækja um starf
Nánari upplýsingar:
Jóhann Helgason, sviðsstjóri þjónustusviðs, sími 460 3139
Ásta Bærings, mannauðsstjóri, sími 460 3166
Fyrirspurnir er einnig hægt að senda á atvinna@thekking.is.
Umsókn óskast fyllt út á www.thekking.is/atvinna. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2021.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.