Sérfræðingur í vefstjórn og stafrænni þróun

Orkuveita Reykjavíkur 26. Jun 2020 Fullt starf

Við leitum að drífandi og hugmyndaríkum sérfræðingi í vefstjórn og stafrænni miðlun. Viðkomandi mun vera hluti af teymi Samfélags og samskipta hjá OR og sinna störfum tengdum daglegum rekstri og þróun á vefsvæðum og stafrænum lausnum OR og dótturfélaga.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastjórn og þróun á vefsvæðum OR samstæðunnar
  • Þróun á notendamiðaðri hönnun (UX) og viðmóti.
  • Samskipti við samstarfsaðila, viðskiptavini og notendur
  • Dagleg umsjón, efnisinnsetning og almennar uppfærslur
  • Aðlögun og vinnsla myndefnis fyrir vef
  • Vefmælingar

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa
  • Þekking og reynsla af vef- og viðmótshönnun
  • Reynsla af myndvinnslu
  • Reynsla af vefstjórnun og verkefnastjórnun í stafrænum verkefnum
  • Þekking á leitarvélabestun
  • Þekking á framendaforritun (html, css og javascript) er kostur
  • Kunnátta í framsetningu gagna er kostur
  • Hæfni í textagerð er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnáttu
  • Áhugi á stafrænni þróun
  • Áhugi á notendamiðaðri hönnun (UX) og viðmóti
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2020. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is.

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.