Sérfræðingur í upplýsingatæknideild

Ósar – lífæð heilbrigðis 29. Mar 2023 Fullt starf

Ósar leita að lausnamiðaðri og jákvæðri manneskju með traustan tæknilegan bakgrunn.

Meginhlutverk deildarinnar er að tryggja öruggt aðgengi starfsmanna og viðskiptavina Ósa og dótturfélaga að kerfum og gögnum og hámarka uppitíma á rekstri tölvukerfa. Framundan eru spennandi verkefni sem snúa að uppbyggingu og þróun.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Þjónusta við notendur
– Uppsetning og umsjón á tölvubúnaði
– Almennur kerfisrekstur
– Almenn tækniþjónusta
– Uppbygging og úrbætur á innviðum
– Þátttaka í framþróun tækniumhverfis og þjónustu
– Ýmis önnur verkefni tengd upplýsingatækni

Menntunar- og hæfniskröfur
– Menntun sem nýtist í starfi
– Þekking á Microsoft lausnum t.d Office 365, Sharepoint, Azure, Active Directory og Exchange
– Frumkvæði og drifkraftur
– Þjónustulund og lipurð í samskiptum
– Nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
– Reynsla af VmWare sýndarvélaumhverfi er kostur
– Þekking á Jira eða öðrum ITSM kerfum er kostur

Fríðindi í starfi
– Hollur matur í hádeginu og holl millimál
– Reglulegir heilsufyrirlestra á vinnutíma
– Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
– Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
– Heilsufarsmælingar
– Líkamsræktarstyrkir
– Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa

Allar frekari upplýsingar veitir Bergur Hallgrímsson, deildarstjóri upplýsingatækni í síma 690-8848 eða með tölvupósti á bergur@osar.is

Ósar – lífæð heilbrigðis hf. er móðurfyrirtæki Icepharma og Parlogis. Með öflugu framboði lyfja, lækningatækja og heilsueflandi vara og víðtækri dreifingarþjónustu vinnum við markvisst að því meginmarkmiði að bæta heilsu landsmanna. Hjá okkur starfar metnaðarfullt og kraftmikið starfsfólk í sterkri liðsheild. Við leggjum áherslu á frumkvæði starfsfólks og svigrúm þeirra til að vaxa og þróast í starfi.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Usóknarfrestur er til og með 10. apríl 2023. Umsóknir skulu berast í gegnum 50skills: https://jobs.50skills.com/osar/is/19895

Við hverjum hæfileikaríkt fólk til að sækja um, óháð kyni. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Allar frekari upplýsingar veitir Bergur Hallgrímsson, deildarstjóri upplýsingatækni í síma 690-8848 eða með tölvupósti á bergur@osar.is

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Usóknarfrestur er til og með 10. apríl 2023. Við hverjum hæfileikaríkt fólk til að sækja um, óháð kyni. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.