Sérfræðingur í upplýsingatækni

Útlendingastofnun 20. Dec 2023 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum og kraftmiklum sérfræðing til að sinna fjölbreyttum og spennandi verkefnum á sviði upplýsingatækni. Sérfræðingur sér um rekstur á tölvu- og tæknikerfum, tryggir öryggi í upplýsingatækni, veitir notendaaðstoð s.s. uppsetningu á tölvum og tækjabúnaði. Í starfinu felst einnig val, innleiðing og þróun á kerfum. Stofnunin hefur síðustu misseri sett í loftið nýja heimasíðu með netspjalli, innleitt rafrænt tímabókunarkerfi og þróað stafrænar umsóknir í samstarfi við Stafrænt Ísland. Auk þess er í smíðum nýtt upplýsingatæknikerfi fyrir stofnunina sem byggir á Microsoft Power Platform. Umtalsvert samstarf er við upplýsingatæknisvið Ríkislögreglustjóra auk annarra stofnana og fyrirtækja. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri.

Útlendingastofnun er spennandi vinnustaður á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá stofnuninni starfar um 110 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Umfangsmesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar. Þá afgreiðir stofnunin einnig vegabréfsáritanir, umsóknir um ríkisborgararétt og umsóknir um alþjóðlega vernd. Lögð er rík áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun og rekstur tölvukerfa
  • Notendaaðstoð
  • Verkefnastjórnun
  • Koma auga á tækifæri fyrir nýsköpun og sjálfvirknivæðingu
  • Þátttaka í innlendum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum
  • Samvinna og ráðgjöf við notendur og hagaðila

Hæfniskröfur

  • Menntun í tölvunarfræði, kerfisstjórn eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af innleiðingu og rekstri tölvukerfa
  • Reynsla af notendaþjónustu
  • Þekking á Microsoft Power Platform, AD, Azure og M365 er kostur
  • Reynsla af forritun er kostur
  • Áhugi á sjálfvirknivæðingu
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja ferilskrá að hámarki 2 bls. ásamt mynd og kynningarbréfi sem er að hámarki 1 bls. á íslensku. Umsóknir á erlendum tungumálum, án kynningarbréfa eða án ferilskráa verða ekki teknar til greina. Einnig skal fylgja umsókn staðfesting á prófgráðum. Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður sérstaklega horft til gæða umsóknargagna.

Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnisviðmiða, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað verður. Í einstaka tilfellum leggur stofnunin einnig verkefni fyrir umsækjendur í ráðningarferlinu.

Um er að ræða ótímabundna ráðningu með sex mánaða reynslutíma. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. febrúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir til að framvísa sakavottorði.

Eingöngu er tekið við umsóknum rafrænt í gegnum vefgátt Starfatorgs.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið, óháð kyni. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 04.01.2024

Nánari upplýsingar veitir:

Birkir Örn Hauksson, birkir@utl.is

Dómhildur Árnadóttir, domhildur@utl.is