Sérfræðingur í upplýsingatækni

Innnes ehf 3. Jul 2015 Fullt starf

Við hjá Innnes leitum að öflugum einstaklingi í okkar liðsheild. Um er að ræða nýtt starf á upplýsingatæknisviði. Nýr liðsmaður mun starfa með samhentu teymi sem heldur utan um rekstur og þjónustu upplýsingatæknimála hjá Innnes. Starfið heyrir undir rekstrarstjóra upplýsingatæknisviðs.

Helstu verkefni:

Dagleg aðkoma að rekstri á ERP kerfi fyrirtækisins Dynamics AX 2012, stuðningur við notendur í öðrum kerfum, þátttaka í verkefnastýringu og innleiðingum á hugbúnaði ásamt ferla- og þarfagreiningum og ýmsum verkefnum sem falla undir upplýsingatæknisvið.

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að hafa góða, almenna tölvuþekkingu, menntun eða reynslu sem nýtist í starfi, vera lausnamiðaður í hugsun og með ríka þjónustulund. Reynsla af Dynamics AX eða sambærilegum ERP kerfum er nauðsynleg en reynsla af Manhattan Scale, Value Plan eða AGR er einnig kostur. Reynsla af verkefnastjórnun og/eða ferlagreiningum mikill kostur.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 17.júlí nk. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Guðný Hansdóttir, mannauðsstjóri, gh@innnes.is og Tinna Harðardóttir, rekstrarstjóri upplýsingatækni, th@innnes.is.