Sérfræðingur í upplýsingaöryggi á miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis
Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing í upplýsingaöryggi til starfa á sviðið en viðkomandi mun einnig starfa sem öryggisstjóri fyrir allt embættið. Sviðið ber ábyrgð á að þróa og innleiða upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Sviðið veitir einnig ráðgjöf um öryggi vegna þróunar heilbrigðislausna og hefur eftirlit með öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða í heilbrigðisþjónustu.
Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf sem reynir á þekkingu í upplýsingatækni og upplýsingaöryggi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri rafrænna heilbrigðislausna en viðkomandi mun vinna í samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipuleggur og stýrir innleiðingu á eftirliti með framkvæmd laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða nr. 78/2019 vegna heilbrigðisþjónustu.
• Vinnur að þróun á meginreglum og markmiðum embættisins í öryggi upplýsinga í heilbrigðisþjónustu.
• Vinnur að þróun á öryggiskröfum til net- og upplýsingakerfa í heilbrigðisþjónustu, m.a. um öryggisvirkni og tæknilega útfærslu á öryggisstýringum.
• Vinnur að þróun á markmiðum og kröfum til úttekta á net- og upplýsingakerfum í heilbrigðisþjónustu.
• Tekur þátt í að tryggja öryggi net- og upplýsingakerfa sem eru í rekstri hjá embætti landlæknis.
• Sér um samskipti við ytri aðila vegna öryggis net- og upplýsingakerfa í heilbrigðisþjónustu í samvinnu við starfsmenn sviðsins og aðra sérfræðinga innanhúss og utan.
• Er fulltrúi embættisins í netöryggisráði.
• Leiðir þróun stjórnunarkerfis upplýsingaöryggis hjá embætti landlæknis.
• Tekur þátt í alþjóðasamstarfi á sviði öryggis net- og upplýsingakerfa heilbrigðisþjónustu fyrir hönd embættisins.
• Sér til þess í samvinnu við viðeigandi starfsmenn að ítarlegt og uppfært fræðsluefni innan málaflokksins sé ætíð að finna á heimasíðu.
• Önnur verkefni í samráði við sviðsstjóra og landlækni.
Hæfniskröfur
• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi, meistaragráða er æskileg.
• Gerð er krafa um marktæka starfsreynslu og sérhæfingu í upplýsingatækni og upplýsingaöryggismálum. Kostur er ef reynslan er á sviði heilbrigðislausna og/eða öryggi net- og upplýsingakerfa í heilbrigðisþjónustu.
• Góð þekking á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt alþjóðlegu staðlaröðinni sem byggir á ISO/IEC 27001. Sérhæfing í stjórnun rekstrarsamfellu, atvikastjórnun og neyðaráætlunum er æskileg.
• Reynsla af úttektum á stjórnunarkerfum, öryggi net- og upplýsingakerfa og kröfum um vernd persónuupplýsinga er æskileg.
• Sérhæfing í öryggi á Netinu (e. cyber security) og umhverfi rafrænna auðkenna og traustþjónustu er æskileg.
• Færni í framsetningu á tæknilegu efni, meðal annars í fyrirlestrum og texta.
• Góð skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og rík öryggisvitund.
• Metnaður til að ná árangri og vilji til breytinga og til þess að leiða framfarir.
• Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar og frumkvæði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert.
Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins og við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.
Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk 1-2 bls. kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Embættið hefur sett sér þrjú gildi sem starfsmönnum ber að hafa að leiðarljósi þ.e. ábyrgð, virðing og traust. Við erum heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á að efla mannauð og stuðla að góðri heilsu og líðan starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu í samræmi við fjarvinnustefnu embættisins.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.09.2023
Nánari upplýsingar veitir Ingi Steinar Ingason, Sviðsstjóri
ingist@landlaeknir.is – 510 1900
Sækja um starf
Frekari upplýsingar má finna og www.starfatorg.is og þar er sótt um starfið.