Sérfræðingur í upplýsingaöryggi

Reiknistofa Bankanna 8. Jun 2021 Fullt starf

Sérfræðingur í upplýsingaöryggi

Við erum að styrkja öryggisteymi okkar og leitum að reynslumiklum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni á sviði öryggismála.

Við leitum að aðila með brennandi áhuga á öryggismálum til að vinna með okkur í skemmtilegum framtíðarverkefnum

Helstu verkefni

• Þátttaka í uppbyggingu og framþróun öryggismála RB

• Vinna að greiningu öryggisveikleika

• Innleiða stöðugar úrbætur á svið öryggismála

• Uppbygging og umsýsla á öryggiseftirlitskerfum

• Þátttaka í fjölbreyttu samstarfi um upplýsingaöryggismál

Hæfniskröfur

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg eða viðeigandi starfsreynsla

• Reynsla í upplýsingaöryggi og upplýsingatækni æskileg

• Þekking í greiningu öryggisveikleika, öryggi hugbúnaðar og öryggi veflausna (OWASP TOP10)

• Reynsla af uppbyggingu og notkun tölvuöryggislausna

• Reynsla af forritun er kostur

• Þarf að geta unnið vel í hópi en einnig með getu til að vinna sjálfstætt

• Áhugi og drifkraftur til að takast á við stór og skemmtileg öryggisverkefni


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Daníel Örn Árnason forstöðumaður tækniumhverfa RB daniel.orn.arnason@rb.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk.

Sótt er um starfið á www.rb/storf-i-bodi

RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingartækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir, þar á meðal megin greiðslukerfi landsins.

Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, öryggi og ástríða er undirstaða allra verka.