Sérfræðingur í upplýsingakerfum framleiðslu

Alcoa Fjarðaál 8. Feb 2019 Fullt starf

Við leitum að hæfileikaríkum hugbúnaðarsérfræðingi til starfa í framleiðsluþróunar- og upplýsingatækniteymi Alcoa Fjarðaáls. Í teyminu vinnur fjölbreyttur hópur sérfræðinga í straumlínustjórnun, verkefnastjórnun og upplýsingatækni að stöðugri þróun á framleiðslu fyrirtækisins.

Ábyrgðarsvið:
• Stefnumótandi vinna við innleiðingu á stafrænum lausnum í framleiðslu
• Verkefnastjórnun við þróun nýrrar virkni og nýrra kerfa
• Rekstur framleiðslukerfa
• Umsjón með kerfis- og gagnahögun framleiðslukerfa
• Skýrslugerð og úrvinnsla gagna
• Ráðgjöf og þjónusta við notendur

Hæfnikröfur:
• B.Sc. í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegt nám
• Fimm ára reynsla af þróun og rekstri upplýsingakerfa æskileg
• Hagnýt þekking á gagnagrunnum og gagnagrunnsforritun
• Menntun og/eða reynsla á sviði verkefnastjórnunar
• Greiningarhæfileikar, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Miklir samskiptahæfileikar og þjónustulund
• Enskukunnátta


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar um starfið veitir María Ósk Kristmundsdóttir (maria.kristmundsdottir@alcoa.com).

Tekið er við umsóknum á ráðningavef Alcoa (www.alcoa.is). Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2019.