Sérfræðingur í tölvuendurskoðun
Við leitum að sérfræðingi í tölvuendurskoðun til starfa í Reykjavík. Við leitum að metnaðarfullum aðila til að spila lykilhlutverk í endurskoðun upplýsingatæknikerfa viðskiptavina okkar.
Endurskoðun upplýsingatæknikerfa beinist að því að staðfesta áreiðanleika og öryggi fjárhagsgagna sem stjórnendur reiða sig á. Stuðst er við viðurkenndar aðferðir og staðla til að greina veik- og styrkleika í tölvuumhverfi og gerðar eru tillögur að því sem betur má fara.
Helstu verkefni:
– Endurskoðun og/eða úttekt á upplýsingatæknikerfum
– Meta tölvukerfi viðskiptavina og áreiðanleika þeirra við endurskoðun
– Þarfagreining fyrir uppfærslu eða upptöku upplýsingatæknikerfa
– Sjálfstæð verkefni á sviði upplýsingatækni
– Önnur tilfallandi verkefni á sviði upplýsingatækni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
– Háskólamenntun á sviði kerfisfræði, verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði eða annað sem nýtist í starfi
– Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
– Áhugi á endurskoðun og fyrirtækjarekstri
– Samviskusemi, nákvæmni í vinnubrögðum og áhugi á framþróun.
– Jákvæðni, frumkvæði og sterk samskiptahæfni.
Sem partur af teymi sérfræðinga PwC færðu aðgang að alþjóðlegu fagefni og sérfræðihópum sem og tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum fræði- og umræðuhópum innan PwC samstarfsnetsins.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Ingibergsdóttir, mannauðsstjóri, á netfangið katrin.ingibergsdottir@pwc.com
Tekið er á móti umsóknum á vef okkar www.pwc.is/storf til og með 27. febrúar nk.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Hjá PwC starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga. Starfsaðstaðan í Reykjavík er ný þar sem búið er að taka allan vinnustaðinn í gegn. Vinnutíminn er sveigjanlegur og við leggjum áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Glæsilegt mötuneyti og búningsaðstaða er í húsinu, sem og hugleiðsluherbergi fyrir starfsfólk PwC.
PwC hefur skorað hátt í alþjóðlegum og innlendum starfsánægjukönnunum og hlaut sem dæmi titil VR sem Fyrirmyndarfyrirtæki frá 2019 til 2021.
PwC leggur áherslu á faglega uppbyggingu, þátttöku í námskeiðum og sérhæfingu starfsfólks.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir Katrín Ingibergsdóttir, mannauðsstjóri, á netfangið katrin.ingibergsdottir@pwc.com
Tekið er á móti umsóknum á vef okkar www.pwc.is/storf til og með 27. febrúar nk. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.