Sérfræðingur í þrívíddarmyndbandavinnslu / Motion Designer
EFLA verkfræðistofa leitar að sérfræðingi í þrívíddarmynda- og myndbandavinnslu. Viðkomandi mun starfa á kynningarsviði EFLU, sem og í stökum verkefnum hjá mismunandi fagsviðum fyrirtækisins.
Kynningarsvið EFLU ber ábyrgð á ímynd og ásýnd fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að geta sett sig fljótt og vel inn í flókin og sérhæfð verkefni og aðstoða við sjónræna framsetningu þeirra. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.
Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði margmiðlunar, kvik- eða hreyfimyndagerðar æskileg.
• Góð færni og reynsla í þrívíddarmynda- og myndbandavinnslu.
• Reynsla af klippingu myndefnis.
• Haldbær reynsla í Adobe After Effects, Photoshop, Illustrator og Premiere.
• Þekking á teikniforritunum Cinema 4D eða Autodesk Maya.
• Sjónræn greiningarhæfni og hugmyndaauðgi.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Aðlögunarhæfni og lipurð í samskiptum.
Sækja um starf
Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum heimasíðu EFLU, http://www.efla.is/umsokn-um-starf/atvinna-i-boei, fyrir 19. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað. EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem starfar á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og sterka liðsheild rúmlega 300 samhentra starfsmanna.