Sérfræðingur í tækniþjónustu

Lífeyrissjóður verslunarmanna leitar að öflugum tæknimanni til starfa á upplýsingatæknisviði sjóðsins. Starfið felst umsjón með upplýsingatæknibúnaði og aðstoð við starfsfólk sjóðsins.
Helstu verkefni:
- Standsetning og stjórnun vinnustöðva
- Stjórnun og eftirlit með daglegum rekstri upplýsingatæknimála
- Stjórnun og eftirlit með upplýsingaöryggi
- Koma auga á tækifæri til nýsköpunar og sjálfvirknivæðingar
Menntun og hæfni:
- Tölvunarfræði, kerfisstjórn eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Gott vald á íslensku og ensku
- Hæfni til að miðla upplýsingum
- Reynsla af notendaþjónustu og rekstri upplýsingakerfa
- Þekking á Windows, Microsoft 365, Azure og Linux
- Frumkvæði, sjálfstæð í vinnubrögðum, áhugi, metnaður og góð mannleg samskipti
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Boðið er upp á gott starfsumhverfi, fjölbreytt starf og áhugaverð verkefni. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Frekari upplýsingar veitir Haraldur Arason, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs, haraldur.arason@live.is
Umsóknarfrestur er til 7. mars 2025