Sérfræðingur í tækniþjónustu

LSR 19. Aug 2024 Fullt starf

Viltu taka þátt í að bæta og styðja tæknilega innviði hjá stærsta lífeyrissjóði landsins? Hefur þú reynslu af stýrikerfum, netkerfum og þjónustu við starfsfólk?

LSR leitar að hæfileikaríkum tæknisérfræðingi til að annast notendaþjónustu gagnvart starfsfólki sjóðsins. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og færni í umsjón stýri- og netkerfa, reynslu af notendaþjónustu og vilja til að læra og þróast í starfi.

Sérfræðingur í tækniþjónustu verður hluti af öflugu teymi stafrænnar þjónustu LSR sem vinnur að stöðugri uppbyggingu tækniinnviða í samræmi við stefnu sjóðsins um aukna áherslu á stafrænar lausnir.

Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Tæknileg notendaþjónusta við starfsfólk LSR.

  • Náin samvinna við upplýsingatækniteymi sjóðsins auk þróunar- og hýsingaraðila.

  • Þátttaka í upplýsingaöryggisverkefnum.

  • Greining og lausn helstu vandamála í kerfum og netbúnaði.

  • Uppsetning og viðhald á fartölvum og hugbúnaði.

  • Dagleg umsjón og eftirlit með aðgangsstjórnun upplýsingatæknikerfa.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af notendaþjónustu og tæknilegum stuðningi.

  • Góðir samskiptahæfileikar og vilji til að læra og þróast í starfinu.

  • Góðir skipulagshæfileikar.

  • Skilningur á grunnatriðum í upplýsingaöryggi og netöryggi.

  • Hæfni til að greina og leysa vandamál í kerfum og netbúnaði.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni í starfið.

Umsjón með starfinu hefur Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus (ingunn@attentus.is).

Hjá LSR njótum við þess að starfa í jákvæðu umhverfi með metnað og bjartsýni að leiðarljósi. Við búum að mikilli reynslu og þekkingu og vitum að það krefst ábyrgðar og framsýni að þjónusta sjóðfélaga með traustum hætti til næstu áratuga. LSR starfar í samræmi við vottað jafnlaunakerfi og jafnréttisáætlun sjóðsins.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á Alfreð, alfred.is.