Sérfræðingur í tæknimálum og rekstri
Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á stafrænni tækni og nýtingu á henni til að auka skilvirkni í rekstri og framleiðsluferlum ásamt því að lágmarka mistök.
Mörg mismunandi verkefni eru í boði og myndum við sníða starfið að hæfileikum viðkomandi aðila.
Verkefnin geta verið þverfagleg og tengjast rekstrarstjórnun, kerfisstjórnun en einnig hugbúnaðarþróun með áherslu á þarfagreiningu og verkefnastjórnun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja að framleiðslusvið hafi aðgang að réttum upplýsingum á réttum tíma.
- Auka þverfaglega skilvirkni með því að þróa ferli og staðla.
- Koma auga á tækifæri fyrir sjálfvirknivæðingu. Skilgreina, áætla og framfylgja verkefnum.
- Bæta gæðastjórnum með því að útbúa gátlista og skýrt verklag sem viðhaldið er með tölvukerfum.
- Bera ábyrgð á því að öll kerfi séu virk, uppfærð og nákvæm.
- Fara yfir ábendingar frá viðskiptavinum, forgangsraða og sjá til þess að úrbætur eigi sér stað.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í rekstrar-, iðnaðaðar-, hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg.
- Reynslu á forritun er kostur.
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Góð tölvuþekking.
Umsóknarfrestur er til 5. september. Hægt er að senda fyrirspurnir á robert@eldumrett.is fyrir frekari upplýsingar um starfið.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknir skulu berast á eftirfarandi slóð https://alfred.is/starf/serfraedingur-i-taeknimalum-og-rekstri