Sérfræðingur í spunagreind, máltækni og mállíkönum

Íslandsbanka 11. Oct 2023 Fullt starf

Hugbúnaðarlausnir Íslandsbanka leita að öflugu og metnaðarfullu starfsfólki til að vinna að vegferð bankans í hagnýtingu spunagreindar (e. generative AI), máltækni (e. natural language processing) og risamállíkana (e. large language models, LLMs) í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi.  

Með nýtingu máltækni og gervigreindar viljum við gera góða þjónustu enn betri. 

Við sjáum fyrir okkur aukið og fjölbreyttara aðgengi að rafrænni bankaþjónustu í formi texta og talmáls í tölvum, símum og framtíðardreifileiðum, ásamt því að auka innri skilvirkni og ánægju starfsfólks.

Við myndum sterka liðsheild sem tekst á við krefjandi áskoranir og vinnum þétt með viðskiptaeiningum og öðrum hagsmunaaðilum, jafnt innan sem utan bankans. Við bjóðum upp á nútímalegt tækniumhverfi þar sem við leggjum áherslu á nýsköpun, gæði lausna og sjálfvirknivæðingu ferla.

Helstu verkefni:

  • Áframhald á uppbyggingu innviða fyrir spunagreind, máltækni og mállíkön.
  • Þátttaka í vöruþróun lausna og stafrænnar þjónustu með hagnýtingu spjallmenna, spunagreindar, máltækni og mállíkana.
  • Greining, hönnun, þróun og þjálfun nýrra og afleiddra líkana með áherslu á traust og áreiðanleika.
  • Hönnun og myndun prófunargagna við mat á nákvæmni máltæknilausna og mállíkana.
  • Innleiðing og samþætting spunagreindar- og máltæknilausna við innri og ytri þjónustur og kerfi.
  • Sjálfvirknivæðing hugbúnaðarferla, afhendinga, prófana og reksturs.
  • Önnur verkefni vöruteyma.

Menntunnar og hæfniskröfur:

  • Háskólagráða í tölvunarfræði, gagnavísindum, máltækni, verkfræði eða skyldum fögum.
  • Marktæk reynsla og þekking á máltækni og/eða gervigreind.
  • Geta til að læra á nýja tækni, innviði og forritunarmál við úrlausn verkefna.
  • Gagnadrifin innsýn og greiningarhæfni.
  • Þekking og reynsla af Azure innviðum og þjónustum, t.a.m. AI, OpenAI Service og AI Speech ásamt helstu hugbúnaðar og samþættingarverkfærum er kostur.
  • Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og drifkraftur.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um starfið veita Árni Geir Valgeirsson forstöðumaður á Upplýsingatæknisviði, (arni.geir.valgeirsson@islandsbanki.is) og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri (gudlaugurh@islandsbanki.is). 

Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veita Árni Geir Valgeirsson forstöðumaður á Upplýsingatæknisviði, (arni.geir.valgeirsson@islandsbanki.is) og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri (gudlaugurh@islandsbanki.is).