Sérfræðingur í samþættingum
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að taka þátt í hönnun, útfærslu og stjórnun á millilagi Össurar. Viðkomandi þarf að búa yfir reynslu í vefþjónustugerð og samþættingu kerfa og hafa útsjónarsemi og lausnamiðaða hugsun að leiðarljósi.
Við leitum að einstaklingi sem vill taka fullan þátt í umbreytingu á tækniumhverfi Össurar þar sem við munum einfalda og þjónustuvæða umhverfið okkar og færast yfir í Azure skýjalausnir. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni í framsæknu tækniumhverfi.
Viðkomandi mun fá tækifæri til að taka þátt í að móta öflugt teymi sérfræðinga og skapa liðsheild og menningu þess teymis.
Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og fullan möguleika á fjarvinnu.
HELSTU ÁBYRGÐARSVIÐ
- Hönnun og þróun á bakendalausnum og samþættingum; mestmegnis í Azure, Logic Apps, Function Apps, datafactory, MS SQL
- Þáttaka í að móta framtíðarsýn kerfislandslags og styðja við cloud first stefnu fyrirtækisins
- Utanumhald og stýring á verktökum og ráðgjöfum
- Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum
- Samvinna við einingar og starfsstöðvar um allan heim
- Full þáttaka í að móta öflugt teymi sérfræðinga og skapa liðsheild og menningu þess teymis
HÆFNISKRÖFUR
- Reynsla af hönnun og þróun hugbúnaðar og samþættingarlausna
- Þekking á eftirfarandi er kostur:
- Azure og/eða öðrum skýjalausnum
- API Management
- Javascript
- Hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi sérfræðinga
- Metnaður og lausnamiðuð hugsun
- Framúrskarandi samskiptahæfni og mjög góð enskukunnátta
- Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2022.
Sækja um starf