Sérfræðingur í rekstri hugbúnaðarkerfa

Orkuveita Reykjavíkur 30. Apr 2020 Fullt starf

Á Upplýsingatæknisviði OR starfa verkefnastjórar, forritarar og aðrir sérfræðingar við að þróa og reka fjölmargar hugbúnaðarlausnir. Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum hugbúnaðartemjara til að slást í hópinn.

Helstu verkefni:

Tæknileg þjónusta við verkefnastjóra og ábyrgðaraðila hugbúnaðarkerfa (DevOps)

Ráðgjöf við að koma nýjum hugbúnaðarkerfum í rekstur

Eftirfylgni með ferlum sem unnir eru í samþættingarlagi

Eftirlit og rekstur á samþættingarlagi

Stuðningur við þróunarteymi varðandi þjónustur og frágang á uppsetningu netþjóna

Uppsetning og þjónusta gagnagrunna (MSSQL og Oracle)

Hæfniskröfur:

Góð samskiptafærni og geta til að vinna sjálfstætt

Reynsla og þekking á helstu þjónustum á bak við keyrandi hugbúnaðarkerfi á Windows og
Linux, t.d IIS, Nginx, .NET Core, SQL Server, Oracle, Networking, Windows Domains, Active Directory, Azure services og fleira

Þekking á uppsetningu og frágangi netþjóna fyrir mismunandi hugbúnaðarkerfi

Þekking á uppsetningu og rekstri lítilla og meðalstórra hugbúnaðarkerfa

Þekking á ferlum tengdum innleiðingu og rekstri á hugbúnaðarkerfum

Þekking á uppbyggingu netkerfa

Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði, eða sambærileg reynsla

Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2020. Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um.*

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.

*Þar sem konur eru í miklum minnihluta starfsfólks hjá Upplýsingatæknisviði OR hvetjum við þær sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, til að sækja um.


Sækja um starf