Sérfræðingur í rekstrarþjónustu
Við bætum við hópinn! Rekstrarþjónusta Þekkingar hlakkar til að fá liðsauka og er staðan í boði hvort sem er á Akureyri eða í Kópavogi. Viðkomandi hefur umsjón og eftirlit með kerfum og annast uppsetningar, breytingar og ráðgjöf.
Sérfræðingur í rekstrarþjónustu er í samskiptum við starfsfólk annarra sviða, sem og viðskiptavini, og vinnur markvisst að því að viðhalda heilbrigðum rekstri kerfa eftir viðurkenndum vinnuaðferðum og taka þátt í að þróa verkferla enn frekar. Um er að ræða fullt starf og stöku sinnum vaktir utan hefðbundins dagvinnnutíma.
Hæfniskröfur
- Minnst 4 ára reynsla í starfi kerfisstjóra
- Menntun á sviði upplýsingatækni t.d. kerfisfræði, kerfisstjórnun eða sambærilegt
- Tæknilegar vottanir mikill kostur
- Færni í mannlegum samskiptum, mikil þjónustulund og góð íslenskukunnátta
- Frumkvæði, öguð vinnubrögð og úrræðasemi
Sækja um starf
Upplýsingar: Marteinn Sigurðsson, sviðsstjóri, sími 460 3147 Ásta Bærings, mannauðsstjóri, sími 460 3166
Umsóknarfrestur: Umsóknir berist til atvinna@thekking.is og er umsóknarfrestur til og með 16.ágúst 2020
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.