Sérfræðingur í notendaupplifun
Við leitum að sérfræðingi í notendaupplifun sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að skapa framúrskarandi upplifun fyrir notendur þeirra lausna sem við erum að þróa hverju sinni. Þessi staða krefst þess að vera lausnamiðaður, sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa djúpa þekkingu á hugbúnaðarþróun og með einstakan skilning á notendaupplifun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf í stafrænni innleiðingu hjá okkar samstarfsaðilum
- Sjá um greiningar á upplifun notenda
- Leiða notendaprófanir
- Setja upp verkáætlanir og tímalínur
- Tryggja gæði og árangur verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Minnst 3 ára reynsla af vöruþróun og notendaupplifun
- Frábærir samskiptahæfileikar
- Skipulags- og aðlögunarhæfni í skemmtilegu en jafnframt krefjandi umhverfi
- Með reynslu í greiningu, ávinnings og kostnaðaráætlun verkefna
Um okkur
Við sköpum frábærar stafrænar lausnir sem hafa áhrif á þúsundir einstaklinga daglega fyrir bestu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við teljum að til þess að hægt sé að gera þetta að veruleika þurfi vinnuaðstaðan að vera framúrskarandi til þess að öllum líði vel og því hönnuðum við okkar umhverfi með það í huga. Þjónustan sem við veitum felur í sér ráðgjöf og greiningu í stafrænni vegferð, forritun, hönnun, rekstur, viðhald, sérfræðiþjónusta í notendaupplifun og verkefnastýringu tengd hugbúnaðarlausnum okkar samstarfsaðila ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Ef þú hefur áhuga á að starfa í spennandi en krefjandi verkefnum í samstarfi við fjölbreytt og metnaðarfull fyrirtæki og stofnanir á skemmtilegum vinnustað þá viljum við heyra frá þér!
Sækja um starf
Vinsamlegast sendið ferilskrá og aðrar upplýsingar á hallo@sendiradid.is fyrir 6. október